Kona á sextugsaldri var í dag dæmd til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir ofsóknir á hendur lesbísku pari í Reykjanesbæ. Kynhneigð parsins virðist meðal annars vera uppspretta andúðar hennar sem varð til fimm mánaðar umsátursástands við heimili parsins árið 2022.
Er hún dæmd fyrir að hafa ítrekað hótað og hrellt parið og niðurlagt með öðrum hætti. Hótanir voru munnlegar en líka með látbragði eins og að draga vísifingur yfir háls sinn. Í ágúst 2022 skrifaði hún stórum stöfum með málningu á götuna við heimili þeirra orð með tilvísanir í kynfæri kvenna.
Hún er dæmd til að greiða parinu samtals kr. 1.269.051,- í skaðabætur. Fullnustu refsingar er frestað og felld niður að tveimur árum liðnum haldi hún almennt skilorð.