Mikilvægt að spyrja sig spurninga

Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki við menntavísindasvið HÍ.
Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki við menntavísindasvið HÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í lok júní stendur Yale-háskóli í Bandaríkjunum fyrir alþjóðlegu námskeiði í Háskóla Íslands þar sem helstu alþjóðlegu fræðimenn á sínu sviði fjalla um svokallaða Life Worth Living-nálgun, en námskeiðið er ætlað kennurum og nemendum víðsvegar að úr heiminum.

Er námskeiðið hið fyrsta sinnar tegundar sem haldið er í heiminum, en það er hugsað sem undirbúningur að uppbyggingu námskeiða þar sem Life Worth Living-nálgunin er höfð að leiðarljósi. Fékk Yale fjögurra milljóna dollara styrk til að breiða út boðskap námskeiðsins um allan heim, og menntasvið Háskóla Íslands var í hópi þeirra sem hlutu styrk úr sjóðnum til þess að byggja upp námskeið sem hefur boðskapinn að fyrirmynd. Stefnt er að því að bjóða upp á kennslu í námskeiðinu veturinn 2024-2025 við háskólann.

Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki við menntavísindasvið Háskóla Íslands, sér um innleiðingu Life Worth Living við HÍ. Um aðdragandann segir hann að þetta hafi byrjað sem námskeið með sama heiti í Yale-háskóla en hugmyndin að námskeiðinu spratt þegar kennarar við skólann höfðu áhyggjur af því að námið í skólanum undirbyggi nemendur ekki nægilega vel fyrir lífið, og spurningar eins og hvers vegna þeir væru að þessu og hver væri tilgangur lífsins urðu utanveltu.

Ólafur segist hafa verið mjög hrifinn af því sem Yale var að gera og fengið strax áhuga á efninu. „Síðan þegar spurningin kom upp hvort háskólinn eða menntavísindasvið gæti einhvern veginn verið þátttakandi í þessu þá fannst mér það bara vera borðleggjandi ef Yale hefði áhuga á því,“ segir hann.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert