Rigning víðast hvar á landinu

Strekkings suðaustanátt í dag, 10-15 m/s, með rigningu víðast hvar.
Strekkings suðaustanátt í dag, 10-15 m/s, með rigningu víðast hvar. mbl.is/Hákon

Skammt vestur af landinu er lægð sem beinir hlýju og röku lofti til okkar. Strekkings suðaustanátt er í dag, 10-15 m/s, með rigningu víðast hvar, og jafnvel talsverð rigning á Suðausturlandi.

Svo segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Þrátt fyrir að loftmassinn sé hlýr eru hitatölur ekki ýkja hlýjar í þessu raka lofti, hiti 10 til 16. Loftið nær líklega að þurrka sig nokkuð á leið sinni yfir landið og þar sést jafnvel sumsstaðar til sólar og verður því hlýrra yfir hádaginn, eða allt að 23 stiga hiti.

Í vindstrengjum við fjöll sunnan og vestanlands má búast við hviðum um 25 m/s en það gæti verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Hægari vindur í kvöld, en áfram víða væta. Austlæg átt á morgun með rigningu sunnan og vestantil á landinu, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti breytist lítið.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert