Þungur dómur fyrir tvær frelsissviptingar

Brotin áttu sér stað á Akureyri árin 2017 og 2020.
Brotin áttu sér stað á Akureyri árin 2017 og 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra vegna hrottalegra frelsissviptinga og ofbeldisbrota á Akureyri árin 2017 og 2020. 

Landréttur staðfesti fjögurra ára fangelsisdóm forsprakkans Þórðar Más Sigurjónssonar. Barnsmóðir brotaþola tók þátt í aðförinni og var dæmd í 12 mánaða fangelsisvist. Fullnustu refsingar hennar er frestað í tvö ár, haldi hún almennt skilorð.

Þóttist hún hafa verið sofandi þegar atburðirnir gerðust en tölvu- og símagögn hennar sýndu allt aðra atburðarrás. Þótti sannað að hún hafi í orði og verki átt þátt í frelsissviptingunni.

Hótað að vera hent í Goðafoss

Í upphaflegum dómi héraðsdóms kom fram að mann­in­um hafi verið haldið í glugga­lausri geymslu yfir nótt og var ít­rekað beitt­ur grófu of­beldi og misþyrm­ing­um ásamt því að vera ógnað með tækj­um. Hon­um var einnig hótað að vera hent í Goðafoss.

Sömuleiðis er staðfestur dómur yfir Þórði Má fyrir aðra frelsissviptingu sem átti sér stað árið 2020. Í það skiptið var átján ára dreng hótað með kartöflugaffli og ostaskera. Hár hans var rakað af að mestu leyti. Ekki þótti þó sannað að Þórður Már hafi stolið Gucci-peysu og Rolex-úri af fórnarlambi sínu.

Þórði Má var sömuleiðis gert að greiða brotaþolanum frá 2017 3,5 milljónir óskipt með barnsmóðurinni. Fórnarlambinu frá 2020 á Þórður Már að greiða 1,5 milljónir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert