Travis Scott er á Íslandi

Travis Scott er staddur á Íslandi
Travis Scott er staddur á Íslandi AFP

Bandaríski rapparinn Travis Scott er staddur á Íslandi um þessar mundir. Talið er að Scott hafi komið hingað til lands til að taka upp tónlistarmyndband fyrir nýju plötuna sína sem ber nafnið Utopia. 

 Fyrr í dag birti íslenski rapparinn Daniil myndskeið af sér og Scott á Instagram, en það sást einnig til hans á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum.  

Af Instagram reikningi Daniil.
Af Instagram reikningi Daniil.

Scott hefur farið mikinn í tónlistarheiminum undanfarin ár, en hann öðlaðist heimsfrægð þegar hann gaf út plötuna Rodeo árið 2015. Hann er einna þekktastur fyrir plötuna Astroworld sem hlaut gífurlega athygli þegar hún kom út árið 2018. 

Meðal þekktustu smella Travis Scott eru lögin Sicko Mode, Highest in the Room og Goosebumps

Stöðugt í sviðsljósinu

Scott var mjög áberandi í fjölmiðlum þegar hann átti í sambandi við fyrirsætuna Kylie Jenner, en saman eiga þau dótturina Stormi.

Þá sætti hann mikilli gagnrýni árið 2021 þegar tíu létust vegna troðnings á tónleikum sem hann hélt í Texas. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert