Átök brutust út – gæsluvarðhalds mögulega krafist

Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, sagði að svo virtist …
Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, sagði að svo virtist sem átök hafi brotist út á milli tveggja manna á skemmtistaðnum með þeim afleiðingum að annar maðurinn var fluttur alvarlega slasaður á bráðamóttöku. Samsett mynd

Sérlega hættuleg líkamsárás sem átti sér stað inni á skemmtistað í miðborginni upp úr klukkan fjögur í nótt er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, sagði í samtali við mbl.is í morgun, að svo virðist sem átök hafi brotist út á milli tveggja manna á skemmtistaðnum með þeim afleiðingum að annar maðurinn var fluttur alvarlega slasaður á bráðamóttöku. Þá hafi meintur árásarmaður verið handtekinn. Svo virðist sem engin vopn hafi komið við sögu í átökunum.

Tekin verður ákvörðun seinni partinn í dag um hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir meintum árásarmanni.

Meintur árásarmaður Íslendingur

Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi í miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagðist fyrir skömmu litlar upplýsingar geta gefið að svo stöddu. Staðfestir hann þó að meintur árásarmaður sé Íslendingur og að lögregla viti ekki deili á fórnarlambinu.

Þá segir Eiríkur aðspurður að ástæða átakanna sé til rannsóknar og ekki sé tímabært að gefa út hvernig árásin átti sér stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert