Alls munu 2.832 kandídatar verða brautskráðir frá Háskóla Íslands í dag og hafa aldrei verið fleiri. Brautskráningarathafnir dagsins verða í Laugardalshöll í Reykjavík og á fyrri athöfninni, sem hefst kl. 10, taka kandídatar í grunn- og framhaldsnámi frá félags-, heilbrigðis- og hugvísindasviðum við prófskírteinum; alls 1.343 manns. Seinni athöfnina, sem hefst kl. 13:30, sækja kandídatar frá mennta- og verkfræði- og náttúruvísindasviði. Brauðskráðir þaðan verða 818.
Til viðbótar því sem að framan er nefnt verða í dag brautskráðir frá HÍ 677 kandídatar af diplómaleiðum. Alls eru prófgráðurnar sem fólk verður brautskráð með í dag 2.840 sbr. að sumir eru að ljúka námi í fleiri en einni grein. Til samanburðar má nefna að brautskráðir kandídatar frá HÍ við sumarútskrift í fyrra voru 2.594 en eru 238 fleiri nú. Þá má geta þess að HÍ brautskráði 505 kandídata í febrúar sl. og því hafa alls 3.337 útskrifast frá skólanum það sem af er ári, sem einnig er metfjöldi.
Bein útsending frá fyrri brautskráningarathöfn
Bein útsending frá seinni brautskráningarathöfn