Fara fram á gæsluvarðhald

Rannsókn málsins er á frumstigi.
Rannsókn málsins er á frumstigi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri sem liggur undir grun vegna alvarlegrar líkamsárásar í miðborg Reykjavíkur í nótt.

Tilkynning um málið barst lögreglu um fjögurleytið í nótt og hélt hún þegar á vettvang. Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur á slysadeild. Brotaþoli er einnig karlmaður á þrítugsaldri, en ástand hans er mjög alvarlegt.

Meintur árásarmaður var handtekinn skammt frá vettvangi.

Rannsókn á málinu er á frumstigi en í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka