Fyrrverandi ráðherra íhugar framboð

Björgvin G. Sigurðsson íhugar sín næstu skref
Björgvin G. Sigurðsson íhugar sín næstu skref mbl.is/Ómar Óskarsson

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra Íslands á árunum 2007-2009, og Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, segjast íhuga nú hvort þeir eigi að gefa kost á sér til að leiða lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir næstu kosningar. Oddný G. Harðardóttir, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, hefur ekki tilkynnt það opinberlega að hún sé að hætta og segir í samtali við Morgunblaðið að það sé of snemmt fyrir hana að ákveða núna hvort hún muni gefa aftur kost á sér til að leiða listann í næstu kosningum, en að hún muni meta stöðuna þegar nær dregur meðal flokksmanna og fjölskyldu.

Staða Oddnýjar virðist vera völt innan flokksins í kjördæminu en blaðamaður hefur rætt við trúnaðarmenn sem segja nokkra einstaklinga vera byrjaða að spenna bogann og séu með augastað á oddvitasætinu, en margir í Samfylkingunni eru að veðja á að stutt sé í kosningar.

Reynsluboltar íhuga framboð

„Það koma oft á mig áskoranir héðan og þaðan, þannig að það vakir alltaf og kemur vel til greina. Maður tekur þó bara ákvörðun í fyllingu tímans. Ég mun skoða framboð með opnum hug þegar að því kemur,“ segir Björgvin, spurður um hvort hann hyggist bjóða sig fram til oddvita Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar. Hann var oddviti flokksins í kjördæminu á árunum 2003-2013.

Ólafur Þór kom til tals meðal trúnaðarmanna og segir hann í samtali við Morgunblaðið að hann hafi hlotið margar áskoranir til að leiða flokkinn í Suðurkjördæmi og að hann geti vel hugsað sér það hlutverk.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka