Karlmaður á þrítugsaldri sem varð fyrir líkamsárás í miðborginni í nótt er látinn.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Maðurinn sem var handtekinn í tengslum við málið í nótt var síðdegis í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Í tilkynningunni segir að lögreglan geti ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.