Einn var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús eftir sérstaklega hættulega líkamsárás á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í nótt, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn en fórnarlambið liggur þungt haldið á spítala.