Segir brottrekstrarsök tengjast reiðbuxum

Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II urðu Landsmótsmeistarar …
Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II urðu Landsmótsmeistarar í 250 metra skeiði árið 2018. Síðan hefur Konráð afrekað margt í íþróttinni og er nú heimsmeistari. Ljósmynd/hag

„Mér finnst þetta vera hrein rök­leysa, þessi ákvörðun Lands­sam­bands hesta­manna­fé­laga, og mér skilst að hún verði bor­in und­ir dóm­stól ÍSÍ [Íþrótta- og ólymp­íu­sam­bands Íslands] strax eft­ir helgi,“ seg­ir Óskar Sæ­berg, lög­fræðing­ur og talsmaður Kon­ráðs Vals Sveins­son­ar, heimsþekkts knapa og heims­meist­ara í hestaíþrótt­um, sem nú hef­ur verið vísað úr landsliðshópi lands­sam­bands­ins eins og mbl.is hef­ur greint frá.

Kveður Óskar brott­vís­un­ina sorg­lega en hún bygg­ir að hans sögn meðal ann­ars á því að Kon­ráð hafi ekki komið í rétt­um bux­um á mót og mætt seint á liðsfund. „Landsliðsnefnd LH legg­ur Gróu á Leiti til grund­vall­ar í stað staðreynda,“ seg­ir Óskar og bend­ir á að eng­in leið sé að skilja raun­veru­lega ástæðu brottrekstr­ar­ins í ákvörðun­ar­bréfi nefnd­ar­inn­ar. Nefn­ir hann enn frem­ur að Kon­ráð hafi verið skikkaður á fund í gær vegna at­viks á Reykja­vík­ur­meist­ara­móti Fáks. Eft­ir fund­inn hafi hon­um svo verið til­kynnt um brottrekst­ur úr liðinu vegna aga­brots.

Hlotið tvær áminn­ing­ar

„Þarna vil ég doka við og spyrja hver sé hin raun­veru­lega ástæða brottrekstr­ar Kon­ráðs,“ seg­ir Óskar. „Ég spyr því nefnd­ina, hvað gerði Kon­ráð svona slæmt að það rétt­læti að nefnd­in rjúki til og sparki heims­meist­ar­an­um okk­ar í burtu kort­eri fyr­ir heims­meist­ara­mót?  Mér vit­andi hef­ur Kon­ráð hlotið tvær áminn­ing­ar fyr­ir aga­brot, aðra fyr­ir að mæta of seint á liðsfund og hina fyr­ir að mæta í vit­laus­um reiðbux­um.

Önnur aga­brot hafa ekki verið kynnt mér eða Kon­ráði. Við spurðum nefnd­ina ít­rekað hvort það tengd­ist lík­ams­árás­inni sem hann varð fyr­ir í kjöl­far þess að hafa bakkað á bif­reið starfs­manna Al­end­is TV á Reykja­vík­ur­meist­ar­móti Fáks í Víðidal 14. júní,“ seg­ir Óskar enn frem­ur og vís­ar þar til streym­isveitu hestaíþrótta.

„Þetta er einn fremsti knapi í öll­um heim­in­um, ríkj­andi heims­meist­ari, og það birt­ist mér þannig að þarna sé LH komið á milli í bar­áttu ein­stak­linga um fé­lagið Al­end­is,“ seg­ir Óskar og kveður Pál Kristjáns­son og KRST lög­menn munu flytja málið fyr­ir dóm­stól ÍSÍ eft­ir helgi.

Rétt­ur gangi ekki lengra en skyld­ur

Krist­inn Skúla­son, formaður landsliðsnefnd­ar LH, kýs að tjá sig ekki um málið í sam­tali við mbl.is en vís­ar í yf­ir­lýs­ingu sína á vef hesta­manna­rits­ins Eiðfaxa sem þar er sett fram í viðtali við hann.

Kveður Krist­inn þar alla knapa sem keppa und­ir merkj­um Íslands eða til­heyri landsliðshópi skrifa und­ir knapa­samn­inga, siðaregl­ur landsliðsnefnd­ar og hegðun­ar­viðmið ÍSÍ. „Þetta á við um ríkj­andi heims­meist­ara sem og aðra landsliðsknapa. Fari knap­ar á svig við samn­ing­inn fá þeir áminn­ingu eða eru sett­ir úr hóp eft­ir al­var­leika brot­anna eins og fram kem­ur í siðaregl­um landsliðsnefnd­ar. Samn­ing­ur­inn tek­ur á ýms­um þátt­um, meðal ann­ars þátt­töku í viðburðum landsliðsins, klæðaburð[i], íþrótta­manns­legri hegðum, notk­un á ör­ygg­is­búnaði, dýra­vel­ferð, vímu­efna­notk­un, fram­komu, hátt­semi og upp­lýs­ingaflæði,“ seg­ir Krist­inn við Eiðfaxa.

Kveður hann rétt ein­stak­lings til að verja heims­meist­ara­titil ekki ganga lengra en skyld­ur hans við þá samn­inga sem sá hinn sami hafi gert við landsliðið. Þá komi fram í regl­um að heims­meist­ar­ar skuli vera form­lega skráðir af viðkom­andi lands­sam­tök­um, lúta valdi landsliðsþjálf­ara og fara eft­ir lög­um og regl­um landsliðsins í viðkom­andi landi.

Al­gjör ein­hug­ur

Mætti lík­lega fella buxna­val Kon­ráðs und­ir orð Krist­ins um klæðaburð en aðspurður seg­ir hann við Eiðfaxa að heims­meist­ar­inn geti átt aft­ur­kvæmt í landsliðið og sem allra fyrst. Þá hafi hann ekki fallið á lyfja­prófi sam­kvæmt þeim upp­lýs­ing­um sem LH búi yfir. Klykk­ir Krist­inn út með svo­felld­um orðum:

„Að keppa fyr­ir hönd Íslands flokk­ast hvorki und­ir at­vinnu­rétt­indi eða mann­rétt­indi á nokk­urn hátt og það er afar sorg­legt þegar máls­met­andi fólk fer fram með slík­um mál­flutn­ingi. Landsliðsnefnd hef­ur ný­lega fjallað um mál beggja aðila með landsliðsþjálf­ara og það er mik­il­vægt að fram komi að inn­an hóps­ins var al­gjör ein­hug­ur um ákv­arðan­irn­ar. Að því sögðu hef­ur landsliðsnefnd ekki heim­ild til að tjá frek­ar sig um mál ein­stakra knapa.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka