Hundaeigandi í Breiðholtinu hvetur íbúa til að ganga betur um eftir að hundurinn hans skarst illa á brotnum bjórflöskum í göngutúr um hverfið.
„Hún var svo óheppin að stíga í hrúgu af brotnum bjórflöskum úti í móa í skóginum milli Bakka og efra. Miðju þjófinn skarst ca. hálfur af, tvær æðar í sundur og ein sin næstum í sundur,“ segir í færslu Stefáns Árnasonar hundaeigandans, þar sem hann þakkar jafnframt dýralækni fyrir góða saumavinnu.
Border Collie tíkin Móna er nú öll að koma til eftir 18 daga sjúkralegu og fór Stefán með hundinn í göngutúr í dag til að tína upp glerbrot á svæðinu.
„Hjálpumst meira að. Tökum meira til. Skiptum okkur af þegar við sjáum óæskilega hegðun.“