Veittist að lögreglumanni og sló hann í andlitið

Lögreglan hafði í nægu að snúast í nótt.
Lögreglan hafði í nægu að snúast í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maður veittist að lögreglumann og sló hann í andlitið. Var maðurinn vistaður í fangaklefa vegna brotsins. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu sem nær yfir tímabilið frá seinni parti gærdagsins og fram til morguns.

Þá liggur maður sem var fórnarlamb líkamsárásar enn þungt haldinn á sjúkrahúsi. Maðurinn var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús eftir sérlega hættulega líkamsárás.

Með óspektir á skemmtistað í miðbænum

Dyraverðir óskuðu aðstoðar í miðbænum vegna manns sem var með óspektir inni á skemmtistað. Sá var handtekinn og fluttur á lögreglustöð en látinn laus eftir samtal. Hann á yfir höfði sér kæru fyrir brot á lögreglusamþykkt, að því er fram kemur í dagbókinni.

Tveir ökumenn voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna en sleppt að blóðsýnatöku lokinni, annar þeirra var sviptur ökuréttindum. Þá var einn ökumaður til viðbótar kærður og sviptur ökuréttindum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka