Veltan eykst um alls 20 milljarða króna milli ára

Veitinga- og kaffihúsið Anna Jóna er meðal nýrra veitingastaða.
Veitinga- og kaffihúsið Anna Jóna er meðal nýrra veitingastaða. mbl.is/Ásdís

Samanlögð velta gististaða og af veitingasölu og veitingaþjónustu var rúmum 20 milljörðum króna meiri fyrstu fjóra mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra. Hún var þannig samtals 72,9 milljarðar þá mánuði í ár en 52,3 milljarðar þessa mánuði í fyrra.

Velta gististaða nam 21,5 milljörðum þessa mánuði í fyrra en 33,7 milljörðum þessa mánuði í ár. Þá var velta veitingasölu og veitingaþjónustu 30,8 milljarðar þessa mánuði í fyrra en 39,2 milljarðar þessa mánuði í ár.

Í báðum tilfellum er um tugprósenta vöxt að ræða en verðlag hefur hækkað á tímabilinu.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að veltumetið í báðum greinum hafi fallið þessa mánuði í ár en fyrra met var sett árið 2018. Árið 2018 var almennt séð metár í ferðaþjónustunni.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka