Gular viðvaranir á Suður- og Suðausturlandi

Gult á Suður- og Suðausturlandi á þriðjudaginn.
Gult á Suður- og Suðausturlandi á þriðjudaginn. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms á Suðurlandi og Suðausturlandi á tímabilinu frá klukkan 14 til 21 á þriðjudaginn. Á Suðurlandi er gert ráð fyrir austanhvassviðri eða -stormi, 15 – 23 metrum á sekúndu og metur Veðurstofan það svo að vindurinn geti verið varasamur fyrir ökutæki og hættulegur fyrir þau sem eru viðkvæmust fyrir vindi.

Á Suðausturlandi er gert ráð fyrir því sama, sama tímabili og sama vindhraða. Þar segir Veðurstofan hvassast verða við Öræfajökul og geti vindurinn verið varasamur fyrir ökutæki og, eins og á Suðurlandi, hættulegur þeim sem viðkvæmust eru fyrir vindi.

Viðvaranirnar á síðu Veðurstofunnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka