Umferð gengur hægt fyrir sig frá Akranesi til Reykjavíkur, einkum í gegnum Hvalfjarðargöng, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.
Vegagerðin biðlar til vegfarenda um að aka varlega um göngin og halda góðri fjarlægð á milli bifreiða.
Norðurálsmótið í knattspyrnu var haldið á Akranesi um helgina en mótinu lauk í gær sem skýrir líklega umferðarteppuna.
Hvalfjarðargöng: Mikil umferð er um göngin og gengur hún hægt. Vegfarendur eru beðnir um að aka varlega og halda góðu bili á milli bíla. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) June 25, 2023