Katla nötrar

Horft til vesturs yfir Mýrdalsjökul. Nokkur skjálftavirkni hefur verið í …
Horft til vesturs yfir Mýrdalsjökul. Nokkur skjálftavirkni hefur verið í Kötlu um helgina. mbl.is/RAX

Nokkur skjálftavirkni hefur verið í Kötlu í Mýrdalsjökli undanfarinn sólarhring rúmlega. Upp úr klukkan átta í gærmorgun varð þar skjálfti af stærðinni 3,8 og fylgdu nokkrir skjálftar í kjölfarið. Um hádegisbilið í dag reið þá skjálfti yfir að stærðinni 3,0.

Sá stærsti af skjálftunum sem á eftir fylgdu í gær mældist 3,3 stig og mældist hann klukkan 08:23. Enginn gosórói er sjáanlegur og engin tilkynning hefur borist Veðurstofunni um að fólk á svæðinu hafi orðið vart við skjálftana, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands.

Tilkynningin á síðu Veðurstofunnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka