„Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur“

Vel fór með þeim Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Petteri Oppo …
Vel fór með þeim Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Petteri Oppo forsætisráðherra Finnlands þegar þau funduðu í Ráðherrabústaðnum í dag. mbl.is/Óttar

Vel fór á milli þeirra Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Petteri Orpo, nýkjörnum forsætisráðherra Finnlands, þegar leiðtogarnir tveir funduðu í Ráðherrabústaðnum fyrr í dag. Þau segja samband Íslands og Finnlands sterkt og að mörg tækifæri séu til staðar til þess að efla samstarf ríkjanna tveggja. 

Hóf störf fyrr í vikunni

Petteri Orpo var svarinn inn í embætti forsætisráðherra Finnlands síðastliðinn þriðjudag, en hann er leiðtogi finnska Íhaldsflokksins.  

Hann sagði upphaf fundarins hafa snúið að málefnum hinnar nýju ríkisstjórnar sem muni halda áfram að fylgja opinni stefnu sinni á ólíkum sviðum. Þá sagðist hann ætla lagfæra finnska hagkerfið.

„Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur, við ætlum að laga finnska hagkerfið,“ sagði Orpo á blaðamannafundi. „Við ætlum okkur að gera breytingar á þvinguðum hagvexti, vinnumarkaði og í velferðarkerfinu vegna þess að við viljum bjarga velferðarríkinu, en það er norrænt módel sem við erum afar stolt af.“

Ásamt því að hafa rætt um nýju ríkisstjórn Finnlands, sagði Katrín að önnur málefni fundarins hefðu snúið að mikilvægi norræns samstarfs, því ástandi sem ný ríkir í Rússlandi, inngöngu Finnlands í NATO og umhverfismál.

Mikilvægt að rækta samband ríkjanna tveggja

Loks sagði hún mikilvægt að rækta vinskap og efla samstarf milli ríkjanna enn frekar, sem hægt væri að gera með ýmsum hætti.

„Það er ótalmikið af finnskum og íslenskum listamönnum sem eiga í samstarfi innan menningarheimsins. Þess vegna standa okkur fjölmörg tækifæri til boða þess að dýpka það samband, ekki bara þegar kemur að menningu, heldur einnig í rannsóknum og þróun, nýsköpun og viðskiptum,“ sagði Katrín.

Í dag halda þau Katrín og Orpo til Vestmannaeyja, en þar munu þau funda með forsætisráðherrum hinna Norðurlandaþjóðanna auk forsætisráðherra Kanada.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka