Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á fjórða tímanum í nótt vegna vatnsleka í skrifstofuhúsnæði á Lynghálsi í Reykjavík.
Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra flæddi kalt vatn um þrjár hæðir og þakti samtals um 500 fermetra gólfflöt. Ekki fengust upplýsingar um umfang tjóns.
Þá var talsvert annríki í sjúkraflutningum síðastliðinn sólarhring en sjúkrabílar fóru í 94 útköll þar af 25 forgangsverkefni.