3 stiga skjálfti við Reykjanesið

Reykjanes.
Reykjanes. mbl.is

Jarðskjálfti af stærðinni 3 varð 5,3 kílómetra norðvestur af Reykjanestá fyrir stuttu. 

Á vef Veðurstofu Íslands segir að skjálftinn hafi orðið kl. 11.56 á 5,6 kílómetra dýpi. 

Tíu mínútum áður varð skjálfti af stærðinni 2 á sama svæði.

Þó nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka