Allar íbúðir seldust um helgina

Horft yfir Hafnarfjörð.
Horft yfir Hafnarfjörð. mbl.is/Sigurður Bogi

„Markaðurinn brást vel við því og seldust meðal annars allar þriggja herbergja íbúðir á Áshamri 52 sem GG verk byggði, um helgina,“ segir Ólafur Finnbogason, fasteignasali á Mikluborg, í samtali við Morgunblaðið í kjölfar þess að Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra breytti reglugerð um hlutdeildarlán.

Nú geta kaupendur tekið húsnæðislán sem nemur 75% af kaupverði, eigið fé verður að vera að lágmarki 5% og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir hlutdeildarlán fyrir sem nemur 20%. Þá hækkaði hámarksverð stærstu íbúðanna á höfuðborgarsvæðinu úr 66 milljónum í 80,5 milljónir.

„Þetta er mjög jákvætt að koma því fólki sem er á leigumarkaði, sem er búið að vera mikið í umræðunni, inn á eigendamarkaðinn,“ segir hann en þessi lán eru sérstaklega hugsuð fyrir tekjulága fyrstu kaupendur.

„Lánin komu inn fyrir þremur árum og verðþróunin varð sú að þau urðu ónothæf þar sem verðviðmiðin voru of lág og voru einungis eiginlega tekin úti á landi,“ segir hann. Eftir hækkunina á viðmiðunum gátu eignir í úthverfum höfuðborgarsvæðisins passað undir hlutdeildarlánin.

„Um leið og þú ert kominn í lægra veðhlutfall með aðstoð ríkisins nærðu að kljúfa greiðslumatið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka