Ekki forsendur fyrir þátttöku starfsmanna í útboði

Með hliðsjón af fjölda og al­var­leika brot­anna, sjón­ar­miða bank­ans í …
Með hliðsjón af fjölda og al­var­leika brot­anna, sjón­ar­miða bank­ans í mál­inu, heild­ar­veltu hans og at­vik­um máls­ins að öðru leyti var mál­inu lokið með sátt­ar­greiðslu, sekt­ar að fjár­hæð ein­um millj­arði og eitt­hundrað og sex­tíu millj­ón­um króna til rík­is­sjóðs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslandsbanki framkvæmdi ekki greiningu á hagsmunaárekstrum svo að hægt væri að taka ákvörðun hvort starfsmönnum hans væri heimilt að taka þátt í útboði á 22,5% hlut ríkisins í bankanum sjálfum. Þetta er meðal þess sem kom­ist er að í at­hug­un fjár­mála­eft­ir­lits Seðlabanka Íslands.

Þannig braut bankinn gegn ákvæðum laga um markaði fyrir fjármálagerninga. Skylda bankans til að framkvæma slíka greiningu var sérstaklega rík að mati fjármálaeftirlitsins.

Innri reglur og stefna stóðust ekki lög

Þá braut bankinn gegn ákvæðum laganna með því að tryggja ekki fullnægjandi aðskilnað Fyrirtækjaráðgjafar og Verðbréfamiðlunar og tryggja ekki skilvirkni skipulags og stjórnunarfyrirkomulags bankans. Slíkt hefði gert honum kleift að grípa til allra tiltækra ráðstafana til að koma í veg fyrir að hagsmunaárekstrar hafi neikvæð áhrif á hagsmuni viðskiptavina.

Bankinn braut einnig gegn ákvæðum laganna með því að hafa ekki gert fullnægjandi ráðstafanir til að uppfæra innri reglur og stefnu um hagsmunaárekstra í samræmi við lögin. Innri reglur og stefna bankans um hagsmunaárekstra í aðdraganda og við framkvæmd útboðsins endurspegluðu ekki ákvæði laga um markaði fyrir fjármálagerninga.

Önnur brot bank­ans

Auk brota bank­ans er snúa að ráðstöf­un­um hans vegna hags­muna­árekstra hafði hann ekki yfir að ráða tryggu eft­ir­lit­s­kerfi með áhættu í tengsl­um við starf­semi sína sem birt­ist í því að bank­inn fram­kvæmdi ekki áhættumat í tengsl­um við aðkomu sína að sölu­ferl­inu.

Bank­inn virti þá ekki skyld­ur sín­ar til skrán­ing­ar og varðveisla sím­tala og annarra ra­f­rænna sam­skipta í tengsl­um við verk­efnið. Flokk­un viðskipta­vina bank­ans var í átta til­fell­um ekki í sam­ræmi við ákvæði laga um markaði fyr­ir fjár­mála­gern­inga. Íslands­banki braut gegn ákvæðum lag­anna með því að veita Banka­sýsl­unni vill­andi upp­lýs­ing­ar um fyr­ir­liggj­andi til­boð í til­boðsbók­inni sem lögð var fyr­ir Banka­sýsl­una að kvöldi útboðsdags.

Rúm­lega eins millj­arðs króna sekt

Með hliðsjón af fjölda og al­var­leika brot­anna, sjón­ar­miða bank­ans í mál­inu, heild­ar­veltu hans og at­vik­um máls­ins að öðru leyti var mál­inu lokið með sátt­ar­greiðslu, sekt­ar að fjár­hæð ein­um millj­arði og eitt­hundrað og sex­tíu millj­ón­um króna til rík­is­sjóðs. Íslands­banki féllst þá á að fram­kvæma full­nægj­andi úr­bæt­ur fyr­ir 1. nóv­em­ber á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka