Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd, segir að ekki komi til greina að selja frekar hluti í Íslandsbanka fyrr en allt fyrirkomulag verði endurskoðað. Þetta kemur fram í Facebookfærslu frá Steinunni.
Þá segir hún að Stjórn og stjórnendur bankans verði að standa skil á gjörðum sínum og axla ábyrgð.
„Í augnablikinu er traustið til fjármálakerfisins í lágmarki. Líkt og við í VG höfum ítrekað sagt kemur ekki til greina að selja frekar hluti í Íslandsbanka fyrr en allt fyrirkomulagi hefur endurskoðað. Traustið verður að endurheimta,“ segir í færslu Steinunnar.