Hlýjast norðanlands

Listigarðurinn á Akureyri.
Listigarðurinn á Akureyri. mbl.is/Eyþór

Í dag er spáð suðaustanátt á landinu, víðast hvar á bilinu 3-10 m/s, hvassast á Suðausturlandi.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að það megi búast við skúraveðri sunnan- og vestantil, en bjart með köflum á Norðausturlandi. Á Austfjörðum er rakt loft og verður því þoka og súld viðloðandi það svæði í dag.

Hiti verður á bilinu 10 til 15 stig, en að 20 stigum norðanlands.

Á morgun er síðan von á vaxandi austlægri átt með rigningu á morgun, 15-23 m/s með suðurströndinni og gular viðvaranir í gildi fyrir það svæði.

Lengst af þurrt á norðanverðu landinu en fer að rigna þar undir kvöld.

Veðurvefur mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka