Mælir forréttindi samfélagshópa á Íslandi

Samband milli atvinnutekna foreldra og fullorðinna barna þeirra er veikt …
Samband milli atvinnutekna foreldra og fullorðinna barna þeirra er veikt á Íslandi samanborið við önnur lönd, og gæti verið allt að helmingi minna hér á landi en í Bandaríkjunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samband milli atvinnutekna foreldra og fullorðinna barna þeirra er veikt á Íslandi samanborið við önnur lönd, og gæti verið allt að helmingi minna hér á landi en í Bandaríkjunum.

Ef samband er metið milli meðaltekna einstaklinga á aldrinum 33 til 35 ára og meðaltekna sem foreldrar þeirra höfðu er þeir voru á sama aldri (á föstu verðlagi) kemur í ljós að börnin eru að meðaltali 0,9% til 1,5% tekjuhærri þegar tekjur foreldra þeirra hækka um 10%.

Þetta er meðal frumniðurstaðna doktorsrannsóknar sem Emil Dagsson hagfræðinemi vinnur nú að. Er þetta svipað samband og hefur mælst hjá hinum Norðurlandaþjóðunum.

Markmið rannsóknar Emils er að mæla forréttindi mismunandi samfélagshópa á Íslandi en það er m.a. gert með því að meta félagslegan hreyfanleika á milli kynslóða. Emil hefur fyrst og fremst horft til menntunar og tekna, og þannig skoðað hvaða áhrif samfélagsstaða foreldra gæti haft á börn þeirra.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka