Stunguárás í miðbænum

Mikill viðbúnaður var í kvöld.
Mikill viðbúnaður var í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Mikill viðbúnaður lögreglu var í miðborg Reykjavíkur í kvöld en samkvæmt heimildum mbl.is varð einstaklingur fyrir stunguárás á Austurvelli. Samkvæmt sjónarvottum leitaði einstaklingurinn sér aðstoðar á veitingahúsi mathallarinnar alblóðugur og var fluttur á brott í sjúkrabíl.

Einnig herma heimildir að þrír karlmenn hafi verið leiddir út í handjárnum af skemmtistaðnum Petersen svítunni á Ingólfsstræti, á ellefta tímanum í kvöld.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu staðfesti við blaðamann að sjúkraflutningar hefðu átt sér stað í kvöld, en vísaði frekari spurningum til lögreglu. Ekki tókst að ná í lögreglu við gerð þessarar fréttar. 

Uppfært kl. 23:54: Árásin gerðist á Austurvelli samkvæmt öruggum heimildum mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert