17 ára falla á milli skips og bryggju

Ungmennum á aldrinum sextán til átján ára hefur á fyrri …
Ungmennum á aldrinum sextán til átján ára hefur á fyrri árum verið boðið að vinna í bæjarvinnu Reykjavíkurborgar. Nú hljóta örfáir starf. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er svo viðkvæmur aldur. Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið sem er ekki að bjóða upp á þessa hefðbundnu bæjarvinnu fyrir krakka á þessum aldri.“

Þetta segir móðir drengs, sem fæddist árið 2006, en hún kveðst afar ósátt við þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að bjóða ekki upp á sumarstörf fyrir sautján ára. Móðirin vildi ekki koma fram undir nafni vegna ótta við að sonur hennar yrði fyrir aðkasti frá jafnöldrum sínum vegna málsins. Hún segist hafa miklar áhyggjur af barninu sínu sem situr uppi án vinnu og segir einangrun og aðgerðarleysi yfir sumartímann hafa mjög skaðleg áhrif á andlega heilsu ungmenna.

Samkvæmt skriflegu svari frá Reykjavíkurborg við fyrirspurn Morgunblaðsins hefur verið boðið upp á sumarstörf fyrir sautján ára síðustu þrjú sumur vegna kórónuveirufaraldursins. Vegna skorts á fjármagni var ekki veitt sérstök fjárveiting á þessu ári til sköpunar sumarstarfa fyrir sautján ára. Að því er fram kemur í svari Reykjavíkurborgar sóttu 259 ungmenni fædd árið 2006 um sumarstarf hjá Reykjavík en af þeim var 62 ungmennum boðið starf.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka