Bráðabirgðakrufningarskýrsla væntanleg á morgun

Grímur segir að ákvörðun um framlengt gæsluvarðhald komi í kjölfar …
Grímur segir að ákvörðun um framlengt gæsluvarðhald komi í kjölfar krufningarskýrslunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Krufningarskýrsla til bráðabirgða mun liggja fyrir á morgun í manndrápsmálinu á þrítugum litháískum karlmanni, sem átti sér stað í miðbænum á fimmta tímanum aðfaranótt laugardags.

Lögreglan mun í kjölfar skýrslunnar meta hvort að hún fari fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir karlmanni sem var handtekinn.

Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar, í samtali við mbl.is.

Átök á Lúx

Átök brutust út á milli tveggja karlmanna með þeim afleiðingum að einn lést. At­vikið átti sér stað á skemmti­staðnum Lúx við Aust­ur­stræti. Maðurinn í haldi lögreglu er Íslendingur á þrítugsaldri. Engum vopnum var beitt í árásinni og virðast ekki vera tengsl á milli mannanna. 

Karlmaður var handtekinn tengsl­um við manndrápið aðfaranótt laugardags og var síðdeg­is sama dag úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur til 29. júní á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna að kröfu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka