Fjórir handteknir vegna stunguárásar

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjórir voru handteknir vegna líkamsárásar þar sem hnífi var beitt á Austurvelli í gærkvöldi. 

Í dagbók lögreglu á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að þremur var sleppt er líða tók á nóttina. 

Árásarþoli var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en samkvæmt sjónarvottum sem mbl.is ræddi við leitaði ein­stak­ling­ur­inn sér aðstoðar á Pósthús Mathöll við Pósthússtræti al­blóðugur.

Miðlæg deild lögreglunnar rannsakar nú málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert