Frá­leit hug­mynd að segja af sér

Bjarni Benediktsson seg­ist ekki ætla að axla ábyrgð á þeim …
Bjarni Benediktsson seg­ist ekki ætla að axla ábyrgð á þeim brot­um sem stjórn­end­ur Íslands­banka hafa geng­ist und­ir sátt vegna. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er al­gjör­lega frá­leit hug­mynd ef stjórn­end­ur Íslands­banka fylgja ekki lög­um og ekki eig­in regl­um, að þá eigi ráðherra að segja af sér,“ seg­ir Bjarni spurður um það hvort hann telji banka­söl­una vera til­efni fyr­ir hann til þess að segja af sér.

Póli­tísk­ir and­stæðing­ar hafa sagt Bjarna bera ábyrgð í mál­inu. Þannig sagði Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, þingmaður Viðreisn­ar, m.a. að Bjarni beri ábyrgð þar sem lög hafi verið brot­in skv. niður­stöðu skýrslu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Stendur með ákvörðunum sínum

Bjarni seg­ist ekki ætla að axla ábyrgð á þeim brot­um sem stjórn­end­ur Íslands­banka hafa geng­ist und­ir sátt vegna.

„Auðvitað hef ég ávallt sagt að ég beri póli­tíska ábyrgð á ferl­inu og þeim ákvörðunum sem ég hef tekið. Ég stend með þeim ákvörðunum og þær hafa komið til skoðunar. Meiri­hluti þings­ins tók þær til um­fjöll­un­ar og komst að þeirri niður­stöðu að lög­um og regl­um hafi verið fylgt,“ sagði Bjarni í samtali við mbl.is að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.

Mikil vonbrigði

Bjarni sagði í gær að bank­inn hefði aug­ljós­lega brugðist því trausti sem hon­um var sýnt sem þátt­tak­anda í þessu ferli við að fram­kvæma sölu á eign­ar­hlut rík­is­ins. Sagði hann það mikil vonbrigði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert