Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í tvígang vegna elds í þaki í Teigahverfi í gærkvöldi.
Verið var að vinna við að bræða pappa á þak, en eldur komst í gamalt og þurrt timbur.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu brugðust iðnaðarmennirnir snöggt við svo betur fór en á horfðist. Minniháttar skemmdir urðu á íbúðinni.
Fyrra útkallið barst rétt fyrir klukkan 19 og hið síðara um tveimur tímum síðar.