Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, heimsóttu Hellisheiðarvirkjun og kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix í gær.
Var það hluti af heimsókn Trudeaus til Íslands, þar sem hann sat formlegan fund forsætisráðherra Norðurlandanna og Kanada, sem haldinn var í Vestmannaeyjum.
Öryggis- og varnarmál voru þar í brennidepli og ræddu ráðherrarnir m.a. mögulega inngöngu Svíþjóðar og Úkraínu í Atlantshafsbandalagið.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.