Farþegaþota Air France á leið frá Los Angeles í Bandaríkjunum til Parísar í Frakklandi þurfti að lenda á Keflavíkurflugvell rétt fyrir hádegi í dag.
Gripið var til þessa ráðs vegna alvarlegra veikinda sem komu upp hjá farþega um borð.
Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við mbl.is.
Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli í hádeginu og var farþeganum komið undir læknishendur. Ekki fást frekari upplýsingar hvers eðlis veikindin eru.
Fyllt var á eldsneytistanka vélarinnar í Keflavík og fór hún í loftið nú skömmu eftir klukkan tvö.