Loftbrúin nýtist fósturforeldrum

Fósturforeldrar geta nú sótt afsláttarkóða fyrir fósturbörn sín í Loftbrúnni, …
Fósturforeldrar geta nú sótt afsláttarkóða fyrir fósturbörn sín í Loftbrúnni, afsláttarkerfi innanlandsflugs. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Fósturforeldrar geta nú sótt afsláttarkóða fyrir fósturbörn sín í Loftbrúnni, afsláttarkerfi innanlandsflugs.

Þetta segir á vef umboðsmanns Alþingis, sem hóf athugun í kjölfar frásagnar í Morgunblaðinu um að foreldrum barna í varanlegu fóstri nýttist ekki Loftbrúin.

Vegna persónuverndar taldi Vegagerðin, sem annast umsýslu Lofbrúarinnar, ekki fært að taka á móti umsóknum nema rafrænt.

Umboðsmaður spurði hvað réði því að ekki væri hægt að leysa málið öðruvísi. Einnig með hvaða hætti þau, sem ekki vildu eða gætu sótt um styrki úr Loftbrú með rafrænum skilríkjum, væru upplýst um að annar kostur væri í boði.

Þessu svaraði Vegagerðin svo til að svör hennar á fyrstu stigum hefðu byggst á misskilningi. Nú sé hægt að sækja handvirkt um afsláttarkóða fyrir fósturbörn og rafræn lausn sé í þróun. Leiðbeiningar verði gefnar út á næstunni og því segist umboðsmaður Alþingis munu fylgjast með að gangi eftir. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka