Maðurinn ekki talinn í lífshættu

Grímur Grímsson segir líðan mannsins vera eftir atvikum.
Grímur Grímsson segir líðan mannsins vera eftir atvikum. Samsett mynd

Líðan manns sem var stunginn á Austurvelli í gærkvöldi er eftir atvikum en hann er ekki talinn vera í lífshættu. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Tilkynning um stunguárás barst til lögreglu rétt eftir klukkan 22 í gærkvöldi. Árásin átti sér stað í miðbænum á móts við Alþingishúsið. Ekki var hægt að veita nákvæma staðsetningu að svo stöddu.

Maðurinn var fluttur á Landspítala og gekkst þar undir aðgerð. 

Fjórir voru handteknir í þágu málsins. Þremur þeirra var fljótlega sleppt úr haldi, en sá fjórði, sem er ungur að árum, er vistaður í viðeigandi úrræði. Ekki er ljóst á þessu stigi máls hvort að farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum.

 Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert