Miklu fleiri skjálftar en undanfarin ár

Fjöldi skjálfta hefur mælst í Kötlu undanfarinn mánuð.
Fjöldi skjálfta hefur mælst í Kötlu undanfarinn mánuð. Kort/map.is

Fleiri skjálftar hafa mælst í Mýrdalsjökli það sem af er þessu ári, sem er tæplega hálfnað, en á hverju þeirra fimm ára sem á undan hafa runnið.

Alls eru skjálftarnir 822 talsins, sem mælst hafa við eldstöðina frá áramótum og þar til nú í hádeginu. Þetta sýna gögn Veðurstofunnar.

Til samanburðar mældust 552 skjálftar allt síðasta ár, og 749 árið þar á undan. 

Enn er þó nokkuð í þann fjölda sem mældist árið 2018. Það ár voru skjálftarnir rúmlega tvö þúsund talsins.

Nokkur virkni undir Mýrdalsjökli

Skjálfti af stærðinni 3,6 reið yfir undir jöklinum í morgun. Nokkur virkni hefur verið í Mýrdalsjökli síðustu vikur og varð síðast skjálfti af sömu stærðargráðu um síðustu helgi.

Enginn órói hefur fylgt þessum skjálftum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka