Reykjavík mun seint kallast sumarborg, en sólin hefur engu að síður látið á sér bera annað slagið í sumar, þrátt fyrir að veðurguðirnir haldi landsmönnum enn á tánum.
Ys og þys er í borginni og virðist sem bæði landsmenn og erlendir ferðamenn kippi sér ekki of mikið upp við örar veðurbreytingarnar, heldur njóti þegar færi gefst.
Víða um borgina má sjá starfsmenn borgarinnar og íbúa sinna almennu viðhaldi og umbótum á hýbýlum og götum borgarinnar og ferðamenn skoða fallega bæjarmyndina og gæða sér á Bæjarins Bestu, eins og Clinton fornum.
Enn mega íbúar höfuðborgarsvæðisins þó búast við rigningu með köflum á næstu dögum, en virðast þó slepp við gula viðvörun sem nú er í gildi Suður- og Suðausturlandi.