Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hóp ungmenna í slagsmálum þar sem nokkrir réðust að einum.
Í dagbók lögreglu kemur fram að málið átti sér stað í umdæmi lögreglustöðvar 4 sem sinnir útköllum í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ.
Tveir sem höfðu sig mest í frammi eiga von á kæru en meiðsl voru minniháttar.