Rétt fyrir klukkan átta í morgun varð jarðskjálfti af stærð 3,6 í Mýrdalsjökli.
Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að nokkrir minni skjálftar fylgdu. Stærsti skjálftinn fannst í Básum á Goðalandi.
Nokkur virkni hefur verið í Mýrdalsjökli síðustu vikur og varð síðast skjálfti af sömu stærðargráðu þann 24. júní.