Stór skjálfti í Mýrdalsjökli

Hér er horft til vesturs yfir Mýrdalsjökul.
Hér er horft til vesturs yfir Mýrdalsjökul. mbl.is/RAX

Rétt fyrir klukkan átta í morgun varð jarðskjálfti af stærð 3,6 í Mýrdalsjökli.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að nokkrir minni skjálftar fylgdu. Stærsti skjálftinn fannst í Básum á Goðalandi. 

Nokkur virkni hefur verið í Mýrdalsjökli síðustu vikur og varð síðast skjálfti af sömu stærðargráðu þann 24. júní.

Frá áramótum hafa átta skjálftar mælst yfir 3 í Mýrdalsjökli. Enginn órói fylgir þessum skjálftum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka