Trudeau fagnaði fjölbreytileika á Regnbogagötunni

Trudeau við Regnbogagötuna á Skólavörðustíg.
Trudeau við Regnbogagötuna á Skólavörðustíg. Mynd/Twitter

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, birti mynd af sér skælbrosandi á Skólavörðustígnum og óskaði þar fólki víð og fjær gleðilega hinsegin daga. 

„Tók þessa mynd í gær áður en ég hélt heim - að því við gátum ekki farið frá Reykjavík án þess að heimsækja Regnbogagötuna. Til allra sem halda upp á hinsegin daga á Íslandi, Í Kanada og um heim allan: Gleðilega hinsegin daga!,“ skrifaði forsætisráðherrann og lét hinsegin fána-tákn og trans fána-tákn fylgja með færslunni.   

Forsætisráðherrann var í heimsókn á Íslandi sem sérstakur gestur á sum­ar­fundi for­sæt­is­ráðherra Norður­land­anna í Vestmanneyjum, en hann heimsótti einnig Hellisheiðarvirkjun í gær til að læra um kolefnisjöfnunaraðferð CarbFix. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert