Vegriðin hverfa á komandi árum vegna hættu

Vegriðið er beyglað og bílför eru við það eftir að …
Vegriðið er beyglað og bílför eru við það eftir að keyrt var á það. Ljósmynd/Ólafur Schram

„Það má reikna með að þessi hönnun hverfi alveg á komandi árum,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, um hönnun vegriðs við Markarfljót sem varð til þess að ökumaður hafnaði í fljótinu.

Konu var bjargað úr Markarfljóti eftir að bifreið hennar lenti uppi á vegriði við brú sem endar í jörðu og virkaði eins og stökkpallur ofan í fljótið á sunnudaginn. Bílför sjást á vegriðinu þar sem konan ók upp á það.

Spurður hvort að svona vegrið finnist víða á landinu segir Pétur að þessi hönnun á vegriðum heyri í raun sögunni til og að Vegagerðin hafi hætt að útbúa vegrið með þessari hönnun fyrir tíu til fimmtán árum síðan. Sú ákvörðun var tekin vegna hættu sem steðjar að ökumönnum. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka