Voru með hass um borð í skútunni

Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðinni á laugardag.
Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðinni á laugardag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hass var um borð í skútunni sem var dregin í land á laugardaginn í Sandgerðishöfn. Lögreglan er ekki tilbúin að gefa upp hversu mikið magnið var, að svo stöddu.

Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, í samtali við mbl.is. Þrír karl­menn voru hand­tekn­ir á laug­ar­dag grunaðir um að hafa ætlað að flytja fíkniefni til lands­ins í skútu. 

Menn­irnir hafa all­ir verið úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald til 4. júlí. Tveir þeirra voru hand­tekn­ir um borð í skút­unni og sá þriðji í landi skömmu síðar. 

Mennirnir eru á mismunandi aldri og eru ekki íslenskir. Sá elsti er fædd­ur árið 1970 og sá yngsti 2002. Grímur segir lögregluna vita uppruna þeirra en kveðst ekki tilbúinn að gefa hann upp að svo stöddu. 

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu, lög­regl­an á Suður­nesj­um, Land­helg­is­gæsl­an, sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra og toll­gæsl­an tóku þátt í aðgerðinni á laug­ar­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert