16 ára sleppt eftir hnífstungu við Austurvöll

Pilturinn sem handtekinn var grunaður um hnífstungu á Austurvelli á mánudagskvöld er 16 ára gamall Íslendingur. Honum hefur verið sleppt úr haldi.

Þetta staðfestir Eiríkur Valberg hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Sjaldgæft að farið sé fram á gæsluvarðhald yfir ungum gerendum

Eiríkur segir mjög sjaldgæft að farið sé fram á gæsluvarðhald yfir þetta ungum gerendum þó það séu dæmi um slíkt.

„Það var ákveðið að gera það ekki í þessu tilviki en hans mál eru í farvegi hjá barnavernd.“

Segir Eiríkur að rannsóknin sé í eðlilegum farvegi. „Við erum að fara yfir myndefni og tala við vitni.“

Erlendur en búsettur á Íslandi

Erlendur karlmaður á þrítugsaldri varð fyrir hnífstungunni. Eiríkur segir manninn vera búsettan hér á landi og hafa búið hér í nokkur ár. Hann var fluttur á Landspítalann þar sem hann gekkst undir aðgerð. Líðan hans er eft­ir at­vik­um en hann er ekki tal­inn í lífs­hættu.

Fjór­ir voru hand­tekn­ir í þágu máls­ins á mánudagskvöld en þrem­ur þeirra var fljót­lega sleppt úr haldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert