Stelpur voru í meirihluta meðal þátttakenda á unglingalandsmóti Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem haldið var í Grindavík um helgina.
„Þetta mót hefur verið afar skemmtilegt og haldi þessir frábæru krakkar áfram í starfinu verða björgunarsveitir framtíðar afar vel skipaðar. Þetta eru ungmenni sem hafa mikinn drifkraft, en ekki síður aðdáunarverð er sú seigla og það úthald sem þau sýna hér,“ segir Helena Dögg Magnúsdóttir, verkefnastjóri unglingamála hjá Landsbjörg.
Unglingalandsmótið er haldið árlega og að þessu sinni var fólk úr slysavarnadeildinni Þorbirni í aðalhlutverki við skipulagningu þess. Helena var svo á hliðarlínunni.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu 26. júní sl.