Dansaði á sviði komin 36 vikur á leið

Dansarinn Þyri Huld Árnadóttir hefur gengið með tvö börn og hafði það auðvitað áhrif á krefjandi störf hennar hjá Íslenska dansflokknum.

Seinni meðgangan varð þó að innblæstri fyrir verðlaunaverk hennar Hringrás en fyrir það hlaut hún Grímuna 2023 bæði í flokki dansara og danshöfundar.

Naut þess að vera í þessum líkama

Í covid skapaðist rými fyrir dansara Íslenska dansflokksins til þess að skapa sín eigin verk og þá vann Þyri verk um þetta ferli.

„Þá var ég að dansa út frá því að vera ólétt. Þá naut ég þess svo mikið að vera á sviðinu í þessum líkama sem ég var í þá.“

Hún gerði fyrst myndbandsefni ásamt Sögu Sigurðardóttur og Urði Hákonardóttur og sýndi síðan dansverk á sviði komin 36 vikur á leið. 

Sú sýning var tekin upp og myndbrotin notuð í verkinu Hringrás. Þar brást Þyri síðan við myndbrotunum og spann dansverk út frá því.

Þyri Huld var gestur Dagmála og sagði þar frá áratugnum sem atvinnudansari hjá Íslenska dansflokknum, ákvörðuninni um að hætta hjá flokknum og því sem tekur við. 

Úr verðlaunaverkinu Hringrás.
Úr verðlaunaverkinu Hringrás. Ljósmynd/Saga Sig



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka