Flaug með afa sinn til Köben

Íslendingar fljúga oft til Kaupmannahafnar, en hversu margir fá afabarnið …
Íslendingar fljúga oft til Kaupmannahafnar, en hversu margir fá afabarnið sitt sem flugmann? mbl.is/Ómar Óskarsson

Flugmaðurinn Alex Ívar Ívarsson flaug á laugardaginn í fyrsta sinn sem flugmaður á vegum Icelandair til Kaupmannahafnar á laugardaginn. Slíkt væri ekki í frásögur færandi, nema fyrir það að afi hans var farþegi um borð.

Icelandair greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag, en þar kom fram að það hefði ekki verið nein tilviljun að afinn, Halldór Lárusson, hefði flogið með Alex, heldur hefði Halldór verið að efna loforð sem hann gaf þegar Alex lýsti því fyrst yfir, 16 ára gamall, að hann vildi verða flugmaður. 

Sagði Halldór þá að hann myndi bóka sér far með honum í fyrsta fluginu, og efndi það. Fór Halldór með Alex út og aftur heim og var stoltur af. 

Þegar þetta er ritað hafa rúmlega 5.000 manns líkað við færsluna, og hafa þeim Halldór og Alex borist kveðjur víða að úr heiminum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert