Íslenska hörfar sem móðurmál

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands.
Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fjórða hvert leikskólabarn á Íslandi er með erlendan bakgrunn, samkvæmt tölum á vef Hagstofu Íslands. Börn með erlent móðurmál voru 3.335 í desember 2022, eða 16,8% allra leikskólabarna og hafa þau aldrei verið fleiri í íslenskum leikskólum.

Í desember 2022 sóttu tæplega 20 þúsund börn leikskóla á Íslandi og hafði þeim fjölgað um 635 börn frá árinu áður (3,3%). Börnum með erlent ríkisfang fjölgaði einnig og voru 1.973 í desember 2022, eða 9,9% leikskólabarna og hafa þau aldrei verið fleiri. Hlutfallslega fjölgaði börnum mest frá Suður-Ameríku og Asíu.

Verðum að gera betur

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, telur mikilvægt að auka stuðning við leikskóla. „Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Leikskólar þurfa nú að leggja meiri áherslu en áður á það að koma til móts við börn sem eiga ekki íslensku sem móðurmál,“ segir Magnús Þór.

„Við verðum að gera betur og bregðast hraðar við. Það er mikilvægt að fjölga leikskólakennurum og sérhæfðu starfsfólki, innleiða vinnuáætlanir og styðja betur við kerfið í heild sinni, þannig að allir leikskólar geti tekið við börnum með ólíkar þarfir.“

„Án barna af erlendum uppruna í kerfinu okkar færi Íslendingum fækkandi. Við fögnum þessu verkefni, en leggjum ríka áherslu á að það sé vel unnið,“ segir Magnús.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka