Kjósa um sameiningu 28. október

Kosið verður um sameiningu 28. október.
Kosið verður um sameiningu 28. október. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gengið verður til kosninga 28. október þar sem íbúar Tálknafjarðahrepps og Vesturbyggðar munu kjósa um sameiningu sveitarfélaganna. Sveitarstjórnir beggja sveitarfélaga segja að sameiningin myndi tryggja sterkara sveitarfélag.

„Sameining sveitarfélaganna yrði mikið framfaraskref en þannig verður til eitt öflugt sveitarfélag með aukinn slagkraft og sterkari rekstrargrundvöll sem geti bætt þjónustu við íbúa.“ er haft eftir sveitarstjórnunum í fréttatilkynningu.

Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna var skipuð af sveitarstjórnum í febrúar. Sú nefnd skilaði 14. júní áliti sínu sem segir að sameining yrði framfaraskref fyrir bæði sveitarfélög.

Jarðgöng lykillinn

Ólaf­ur Þór Ólafs­son, sveit­ar­stjóri Tálkna­fjarðahrepps, sagði í viðtali við mbl.is í síðasta mánuði að skýr krafa væri frá íbú­um á svæðinu um gerð jarðganga á sunn­an­verðum Vest­fjörðum um Mikla­dal og Hálf­dán.

Gerð þessara jarðganga væri lykillinn að farsælli sameingu. Gerð þessara ganga er í þings­álykt­un­ar­til­löga innviðaráðherra um nýja sam­göngu­áætlun fyrir árin 2024-2038.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka