Ný stjórn kjörin hjá ÍMARK

Ný stjórn var kosin.
Ný stjórn var kosin.

Samtök markaðsfólks hefur kosið sér nýja stjórn og er sú sem tekur við sams konar þeirri sem starfaði í fyrr með einni undantekningu.

Þannig kemur Rósa Hrund Kristjánsdóttir hugmynda og hönnunarstjóri hjá Hvíta húsinu inn í stjórn í stað Sigríðar Theódóru, framkvæmdastjóra á Brandenburg.

Katrín M. Guðjónsdóttir er formaður ÍMARK en auk hennar skipa stjórnina Arndís Huld Hákonardóttir, forstöðumaður markaðsmála og PR hjá Bláa Lóninu, Daði Guðjónsson, forstöðumaður markaðs- og umhverfismála hjá Krónunni, Guðlaugur Aðalsteinsson, Cirkusstjóri hjá CIRKUS auglýsingastofu, Karen Ósk Gylfadóttir, framkvæmdastjóri vörusviðs, markaðsmála og stafrænna lausna hjá Lyfju, Magnús Magnússon, markaðsstjóri Húsasmiðjunnar og Rósa Hrund Kristjánsdóttir, hugmynda- og hönnunarstjóri hjá Hvíta húsinu,

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka